Stjórn Innviðajóðs er skipuð sbr. ákvæði 6. gr. b laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir með síðari breytingum. Henni er ætlað að halda utan um gerð vegvísis um rannsóknarinnviði í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.
Skipunartímabil er frá 3. október 2019 til 2. október 2022.
Stjórn Innviðasjóðs 2019-2022 er þannig skipuð:
- Margrét Helga Ögmundsdóttir, án tilnefningar, formaður,
- Gísli Hjálmtýsson, tilnefndur af tækninefnd Vísinda- og tækniráðs, varaformaður,
- Varamaður: Unnur Þorsteinsdóttir, tilnefnd af tækninefnd Vísinda- og tækniráðs,
- Ásdís Jónsdóttir, tilnefnd af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs,
- Varamaður: Guðmundur Hálfdánarson, tilnefndur af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs.
- Hannes Jónsson, tilnefndur af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs,
- Varamaður: Kristín Jónsdóttir, tilnefnd af vísindanefnd og Vísinda- og tækniráðs,
- Sigríður Ólafsdóttir, tilnefnd af tækninefnd Vísinda- og tækniráðs,
- Freygarður Þorsteinsson, tilnefndur af tækninefnd Vísinda- og tækniráðs.