Hoppa yfir valmynd

Nefnd í tengslum við réttindi starfsmanna sem starfa við þjónustu á grundvelli laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

 

Þegar lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, voru sett var gildistími ákvæðis til bráðabirgða 9 í lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, jafnframt framlengdur. Í ákvæðinu er kveðið á um að með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins sé heimilt að víkja frá ákvæðum 53. og 56. gr. laganna um hvíldartíma og næturvinnutíma. Í athugasemdum í frumvarpi því er varð að lögum um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þar sem gildistími ákvæðisins var framlengdur, var jafnframt kveðið á um að ráðherra skipi tímabundna nefnd til að meta hvernig þessum málum verði best háttað til framtíðar litið. 

Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að meta hvort réttindi þeirra starfsmanna sem starfa við framkvæmd þjónustu á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir séu virt, svo sem hvað varðar vinnutíma, veikindaleyfi, orlof og vinnuaðstæður. Jafnframt skal nefndin standa fyrir könnun meðal starfsmanna sem starfa við veitingu umræddrar þjónustu og skila síðan ráðherra skýrslu um niðurstöður könnunarinnar þar sem sérstök áhersla verði lögð á umfjöllun um fyrrnefnd atriði. Þá er það hlutverk nefndarinnar að koma með tillögur um breytingar á lögum eða reglugerðum að því er varðar réttindi og starfsumhverfi þeirra starfsmanna sem hér um ræðir, gerist þess þörf að mati nefndarinnar, meðal annars út frá niðurstöðum fyrrnefndrar könnunar. 

Nefndin er þannig skipuð:
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, án tilnefningar, formaður.
Andri Valur Ívarsson, tiln. af Bandalagi háskólamanna. 
Bryndís Gunnlaugsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 
Hrannar Már Gunnarsson, tiln. af BSRB. 
Guðmundur H. Guðmundsson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins. 
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands. 
Bryndís Snæbjörnsdóttir, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp. 
Benjamin Julian, tiln. af Alþýðusambandi Íslands. 
Þórunn Sveinsdóttir, tiln. af Vinnueftirliti ríkisins. 
Halldóra Friðjónsdóttir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti. 
Starfsmenn nefndarinnar eru Stefán Daníel Jónsson og Þór Hauksson Reykdal sem báðir eru starfsmenn félagsmálaráðuneytisins.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira