Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um heildarendurskoðun laga um sjúklingatryggingu nr. 111/2000

Heilbrigðisráðuneytið

Verkefni hópsins er að vinna drög að lagafrumvarpi um nauðsynlegar breytingar á núgildandi lögum eða eftir atvikum nýjum heildarlögum um sjúklingatryggingu. Meðal annars er óskað eftir því að starfshópurinn taki eftirfarandi sérstaklega til skoðunar:
· Hvort rétt sé að aðgreina læknismeðferðir eða rannsóknir á opinberum heilbrigðisstofnunum annars vegar og einkareknum hins vegar.
· Hvort rétt sé að breyta viðmiðum um hámarksbætur. 
· Hvort rétt sé að sjúklingatrygging bæti aukaverkanir vegna lyfja og þá sérstaklega þegar um er að ræða lyf á borð við bóluefni, sem sóttvarnayfirvöld hvetja til að einstaklingar þiggi.
· Rétt til bóta vegna sjúkdómsmeðferðar sem veitt er í heimahúsi.  
· Réttar til bóta vegna andláts barns. 
· Hvort gera eigi einstaklingum skylt að tæma rétt sinn úr sjúklingatryggingu og kæruleiðir, áður en dómsmál vegna afleiðingar læknismeðferðar er höfðað.
· Málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands, m.a. varðandi gagnaöflun. 
· Hvort heimildir laganna vegna vinnslu persónuupplýsinga séu fullnægjandi.
· Skyldu heilbrigðisstarfsfólks til að upplýsa um sjúklingatryggingu.

Þess er óskað að starfshópurinn skili frumdrögum að frumvarpi 15. maí 2023 ásamt áformum og frummati á áhrifum og fullunnum drögum að frumvarpi 15. ágúst 2023. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi á haustþingi 2023. Gert er ráð fyrir því að hópurinn kalli helstu hagaðila að borðinu við sín störf.

Starfshópinn skipa

  • Angela G. Eggertsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Berglind Ýr Karlsdóttir, tilnefnd af Sjúkratryggingum Íslands
  • Hrefna Þengilsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 5. janúar 2023.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum