Stjórn heilbrigðisvísindasjóðs
Heilbrigðisvísindasjóður, rannsóknarsjóður í heilbrigðisvísindum, er sérstakur sjóður sem heyrir undir heilbrigðisráðherra í samræmi við heilbrigðistefnu til ársins 2030.
Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir í heilbrigðisvísindum frá grunnvísindum til lýðheilsu og klínískra rannsókna.
Heilbrigðisvísindasjóður er samkeppnissjóður og hefur ráðherra falið Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands, umjón með sjóðnum.
Stjórn heilbrigðisvísindasjóðs skipa
- Guðrún Ása Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður
- Unnur Þorsteinsdóttir, tiln. af samstarfsnefnd háskólastigsins
- Thor Aspelund, tiln. af samstarfsnefnd háskólastigsins
- Brynjar Karlsson, tiln. af samstarfsnefnd háskólastigsins
- Sigurdís Haraldsdóttir, án tilnefningar
Stjórnin er skipuð af heilbrigðisráðherra til þriggja ára, frá 20. desember 2024 til 19. desember 2027.