Hoppa yfir valmynd

Húsnæðis- og skipulagsráð

Innviðaráðherra hefur skipað húsnæðis- og skipulagsráð, sbr. 5. gr. laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, nr. 30/2023 sem tóku gildi 6. júní sl. 

Samkvæmt framangreindum lögum skal ráðið gera tillögur til ráðherra að stefnum og aðgerðaráætlun að fengnum áherslum ráðherra. Annars vegar stefnu til 15 ára og aðgerðaráætlun til 5 ára í húsnæðismálum og hins vegar landskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaráætlun til 5 ára.  

Ráðið skal með virku samráði við samgönguráð og byggðamálaráð gæta að því að tillögur þess uppfylli kröfur um samhæfingu stefna þannig að þær vinni saman og styðji við sameiginlega framtíðarsýn og áherslur ráðherra. Skipunartími fulltrúa takmarkast við embættistíma ráðherra eða ákvörðun hans.

Ráðið er svo skipað:
Ingveldur Sæmundsdóttir, formaður, án tilnefningar,
Jón Björn Hákonarson, án tilnefningar,
Valgerður Rún Benediktsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Með ráðinu starfa forstöðumenn Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ásamt sérfræðingum ráðuneytisins og stofnanana eftir þörfum.


 

Ráð og stjórnir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum