Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdahópur um óstaðbundin störf

Innviðaráðuneytið

Í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs frá því í nóvember 2021 segir að til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu verði störf hjá ríkinu ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Í byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem samþykkt var einróma á Alþingi í júní 2022, er aðgerð B.7 Óstaðbundin störf sem fjallar sérstaklega um þetta.

Með vísan í samþykkt ríkisstjórnar, dags. 31. janúar 2023, hefur innviðaráðherra skipað framkvæmdahóp um óstaðbundin störf sem hefur það hlutverk að fylgja verkefninu eftir.

Framkvæmdahópurinn er þannig skipaður:
Aðalsteinn Þorsteinsson, fulltrúi innviðaráðherra og formaður hópsins,
Aldís Magnúsdóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra,
Dagný Jónsdóttir, fulltrúi forsætisráðherra.

Með hópnum starfa sérfræðingar hjá innviðaráðuneytinu. Mannauðsstjórar ráðuneyta munu jafnframt koma að aðgerðinni með beinum hætti og hún unnin í nánu samstarfi allra ráðuneyta, Byggðastofnunar, Fjársýslu ríkisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og annarra hlutaðeigandi aðila.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum