Skipaður 4. maí 2021
Starfshópnum er falið að vinna að verkefnum um mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár í samræmi við tillögu til þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi 16. mars 2021.
Starfshópnum er ætlað að leita til sérfræðinga og stjórnvalda eftir því sem vinna starfshópsins gefur tilefni til.
Starfshópurinn á að skila skýrslu til ráðherra eigi síðar en 1. júní 2022 með þeim greiningum, verkáætlun og tilllögum sem starfshópnum er falið að vinna.
Án tilnefningar
Stefán Guðmundsson, formaður
Samkvæmt tilnefningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
Ásta Þorleifsdóttir
Samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Kristinn Hjörtur Jónasson
Samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytisins
Sigrún Ólafsdóttir
Samkvæmt tilnefningu Íslenskra orkurannsókna
Bjarni Richter
Samkvæmt tilnefningu Ríkislögreglustjóra
Björn Oddsson
Samkvæmt tilnefningu Veðurstofu Íslands
Sigrún Karlsdóttir
Samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar Íslands
Sunna Björk Ragnarsdóttir
Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur og Reynir Jónsson, sérfræðingur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu munu starfa með hópnum.