Hoppa yfir valmynd

Kærunefnd vöru og þjónustukaupa 2020-2023

Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála skipar ráðherra kærunefnd vöru- og þjónustukaupa til þriggja ára í senn. Nefndarmenn skulu vera þrír. Ráðherra skipar einn nefndarmanna eftir tilnefningu Neytendasamtakanna, annan eftir tilnefningu Samtaka atvinnulífsins og hinn þriðja án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður nefndarinnar. Formaður nefndarinnar skal fullnægja skilyrðum til að vera héraðsdómari. Varamenn nefndarinnar skulu tilnefndir og skipaðir á sama hátt.

Neytendur geta óskað eftir úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa vegna ágreinings sem rís af sölu- eða þjónustusamningi. Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa er ekki lengur starfandi.

Nefndin er þannig skipuð:

Aðalmenn:

  • Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður
  • Ívar Halldórsson, tilnefndur af Neytendasamtökunum
  • Jón Rúnar Pálsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins

Varamenn:

  • Víðir Smári Petersen, varaformaður
  • Kolbrún Arna Villadsen, tilnefnd af Neytendasamtökunum
  • Heiðrún Björk Gísladóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins

Starfsmaður nefndarinnar er Karen Björnsdóttir.

Úrskurða- og kærunefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum