Hoppa yfir valmynd

Fagráð Asks - Byggingarrannsóknarsjóðs

Innviðaráðuneytið

Með lögum nr. 25/2021 um opinberan stuðning við nýsköpun voru gerðar breytingar á lögum nr. 160/2010 um mannvirki, þess efnis að stofnaður skyldi samkeppnissjóður um bygginga- og mannvirkjarannsóknir. Sjóður er samstarfsverkefni innviðaráðuneytis og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis er ætlað að styrkja byggingarrannsóknir með áherslu á nýsköpun og samfélagslegar áskoranir á sviði mannvirkjagerðar hverju sinni. Húsnæðis og mannvirkjastofnun annast umsýslu sjóðsins, þar með talið umsýslu og úthlutun styrkja. 

Hlutverk fagráðs er að annast faglegt mat umsókna í samræmi við áherslur á sviði nýsköpunar og atvinnulífs, veita umsögn um styrkumsóknir og gera tillögur til ráðherra um úthlutun styrkja. Fagráð er jafnframt ráðgefandi fyrir ráðherra um fagleg málefni við úthlutanir úr sjóðnum eftir því sem óskað er. Fagráðið er skipað eftirtöldum aðilum:

  • Olga Árnadóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, formaður.
  • Ólafur Pétur Pálsson, fulltrúi samstarfsnefndar háskólastigsins.
  • Björn Karlsson, fulltrúi innviðaráðuneytisins.
  • Guðríður Friðriksdóttir, fulltrúi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.
  • Hjörtur Sigurðsson, fullrúi Samtaka iðnaðarins.

Til vara:

  • Þórunn Sigurðardóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
  • Anna María Bogadóttir, fulltrúi samstarfsnefndar háskólastigsins.
  • Sigrún Dögg Kvaran, fulltrúi innviðaráðuneytisins.
  • Arngrímur Blöndahl Magnússon, fulltrúi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.
  • Ingbjörg Birna Kjartansdóttir, fullrúi Samtaka iðnaðarins.

Skipað af félags- og barnamálaráðherra 21. október 2021

Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum