Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um greiningu á húsnæðisþörf fyrir iðn- og tæknimenntun á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Starfshópur um greiningu á húsnæðisþörf fyrir iðn- og tæknimenntun á Íslandi.  Í sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis er ákveðið að efla iðnnám og verk- og starfsnám í þágu fjölbreytni og öflugra samfélags. Í sáttmálanum kemur fram að öflugt menntakerfi er forsenda framfara og boðar ríkisstjórnin stórsókn í menntamálum. Lögð verði rík áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.  Hlutverk starfshópsins er að framkvæma þarfagreiningu með það að markmiði að leggja drög að framtíðarskipan í húsnæðismálum fyrir iðn- og tæknimenntun á Íslandi. Hópurinn skal leggja til mögulegar úrlausnir og framkvæmdaráætlanir sem miða að því að efla iðn- og verknám til framtíðar.  

Starfshópurinn skal skila skýrslu til ráðherra um störf sín og niðurstöður fyrir 1. desember 2020. 

Starfshópurinn er þannig skipaður: 

Jón Björgvin Stefánsson, án tilnefningar, formaður, 
Ragnheiður Bóasdóttir, án tilnefningar,
Guðmundur Axel Hansen,  tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra,
Hróðný Njarðardóttir, tilnefnd af Framkvæmdasýslu ríkissins. 


 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira