Stýrihópur um eftirfylgni verkefna á grundvelli samkomulags um börn með fjölþættan vanda
Verkefni hópsins er að hafa umsjón með og fylgja eftir framkvæmd verkefna sem skilgreind eru í samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga um börn með fjölþættan vanda, dags. 19. mars 2025 og verður hópurinn leiddur af ráðuneytinu.
Til viðbótar við stýrihópinn, sem hefur yfirumsjón með verkefninu, er áformað að sex undirhópar taki til starfa. Verkefni undirhópanna verða eftirfarandi: húsnæðismál, lagabreytingar, fjármál, verklag og ferlar, skólamál og heilbrigðisþjónusta. Undirhóparnir verða einnig leiddir af fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytis en til viðbótar verður óskað eftir aðkomu fulltrúa þeirra aðila sem stýrihópinn skipa, auk annarra aðila.
Skipunartími stýrihópsins er frá 29. apríl 2025 til 31. desember 2025.
Stýrihópurinn er þannig skipaður:
Aðalmenn:
- Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, án tilnefningar, formaður
- Funi Sigurðsson, tilnefndur af Barna- og fjölskyldustofu
- Hilda Hrund Cortez, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Regína Ásvaldsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Varamenn:
- María Gunnarsdóttir, tilnefnd af Barna- og fjölskyldustofu
- Elfar Hrafn Árnason, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.