Hoppa yfir valmynd

Starfshópur til að undirbúa lagasetningu um heilindi í vísindarannsóknum

Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra hefur að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðherra og Vísinda- og tækniráð ákveðið að skipa starfshóp til að undirbúa lagasetningu um heilindi í vísindarannsóknum.

Það hefur lengi verið til umræðu á vettvangi vísinda- og tækniráðs og í vísindasamfélaginu hér á landi að styrkja þurfi ramma um siðferðislegar hliðar vísindarannsókna. Annars staðar á Norðurlöndum eru úrræði á grundvelli laga eða stjórnvaldsfyrirmæla til að leysa úr málum þegar upp koma grunsemdir um uppspuna, falsanir og ritstuld í rannsóknum. Með slíkum úrræðum er leitast við að efla heilindi í vísindasamfélaginu og traust almennings á vísindum og rannsóknum. Nú þegar hefur töluverð vinna verið lögð í undirbúning frumvarps í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Í starfshópnum eiga sæti:

  • Vilhjálmur Árnason prófessor formaður,
  • Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu,
  • Una Strand, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira