Hoppa yfir valmynd

Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur

Forsætisráðherra skipaði í maí 2017 nefnd til ráðgjafar um eftirlit á vegum hins opinbera og framkvæmd laga um opinberar eftirlitsreglur, nr. 27/1999. Skipunartími nefndarinnar er til þriggja ára frá 1. júní 2017 til 31. maí 2020.

Markmið nefndarinnar er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist.

Sinnir nefndin einkum þrenns konar verkefnum

 • Veitir umsagnir um lagafrumvörp og drög að stjórnvaldsfyrirmælum um eftirlitsreglur.
  Sinnir nefndin þessu hlutverki með því að veita umsagnir um áform um lagasetningu og lagafrumvörp sem kynnt eru í samráðsgátt Stjórnarráðsins, með svokölluðum ábendingum ráðgjafarnefndar sem birtar eru í gáttinni sem umsagnir.
 • Veitir ráðgjöf um endurskoðun eftirlitsreglna og framkvæmd eftirlits.
 • Þessu verkefni sinnir nefndin með því að taka saman greiningargrunn þar sem er að finna yfirlit yfir lagaákvæði sem lúta að eftirliti og gjaldtöku sem og tillögur til lagabreytinga sem stuðla að því markmiði sem nefndin starfar eftir.
 • Taka til athugunar eftirlitsreglur eða framkvæmd eftirlitsstarfsemi.
  Til að bregðast við þessu verkefni hefur nefndin í samstarfi við Maskínu látið framkvæma spurningakönnun þar sem fyrirtæki eru spurð um upplifun þeirra af eftirliti og framkvæmd þess.

Þegar stjórnarfrumvarp felur í sér ákvæði um eftirlit skal fylgja því greinargerð um mat skv. 1. mgr. 3. gr. laga um opinberar eftirlitsreglur, nr. 27/1999. Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur hefur útbúið einfalt form fyrir þær lágmarkskröfur sem mat á eftirlitsreglum þarf að uppfylla. Gera má ráð fyrir að matið verði almennt unnið innan þess ramma sem þar greinir. Ráðgjafarnefndin hefur einnig látið útbúa minnisatriði og leiðbeiningar um aðferðafræði við ítarlegra mat, sem unnt er að styðjast við þegar setning eftirlitsreglna felur í sér víðtækari kerfisbreytingar.

Ráðgjafarnefndina skipa

 • Sigurður Örn Guðleifsson, formaður, skipaður án tilnefningar.
 • Björg Ásta Þórðardóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
 • Gunnar Dofri Ólafsson, tilnefndur af Viðskiptaráði Íslands.
 • Guðjón Bragason, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 • Halldór Oddsson, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.

Aðrir fulltrúar eru:

 • Guðný Hjaltadóttir, tilnefnd af Félagi atvinnurekenda.
 • Sigurbjörg Stella Guðmundsdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ráðstefna um eftirlitsmenningu á Íslandi - 16. apríl 2019

Á ráðstefnunni var umfjöllunarefnið Eftirlitsmenning á Íslandi. Til fundarins voru sérstaklega boðaðir forstöðumenn 16 helstu eftirlitsstofnana og fulltrúar ráðuneyta, auk þess sem hagsmunasamtök fyrirtækja auglýstu fundinn meðal sinna félagsmanna. Tæplega 100 manns sátu ráðstefnuna. Í pallborði tóku þátt auk frummælanda, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Kristín Linda Ásgeirsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar

Frummælendur voru:

Ítarefni

Útgefnar skýrslur

 • Skýrsla um þróun reglubyrði atvinnulífsins á 143. til 145. löggjafarþingi (2016).
 • Einföldun gildandi regluverks - stöðuskýrsla (2014).
 • Skýrsla forsætisráðherra um áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf ráðgjafarnefndar 2002–2005.
 • Skýrsla ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um áhrif laga um opinberar eftirlitsreglur og störf nefndarinnar 1999–2002.
 • Framtíðarskipan opinbers matvælaeftirlits (2001).
 • Opinberar eftirlitsreglur (2000).

Fastanefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum