Hoppa yfir valmynd

Sérfræðingateymi vegna barna með fjölþættan vanda

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sérfræðingateymi vegna barna með fjölþættan vanda og barna sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra.

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, tóku gildi 1. október 2024.  Í 20. gr. laganna er kveðið á um að ráðuneytið skuli skipa sérfræðingateymi vegna barna með fjölþættan vanda og barna sem vegna fötlunar sinnar þurfa annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra. Teymið skal vera sveitarfélögum til ráðgjafar vegna þjónustu og úrræða. Teymið ákvarðar jafnframt hvort barn þarfnist úrræða samkvæmt framangreindum lögum, á grundvelli barnaverndarlaga eða hvorra tveggja laganna.

Ennfremur lítur teymið til úrræða skv. lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, laga um heilbrigðisþjónustu og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Um búsetu barna utan heimilis er fjallað í 21. gr. laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Áréttað er að sé það niðurstaða teymisins að barn þurfi þjónustu samkvæmt lögunum og því sé fyrir bestu að það búi utan heimilis fjölskyldu þess skal í fremsta megni reyna að finna barninu annað heimili í nærsamfélagi barnsins.

Sérfræðingateymið er svo skipað:

  • Guðrún Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
  • Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans
  • Hjördís Árnadóttir, sálfræðingur á Stuðlum
  • Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta