Hoppa yfir valmynd

Faggildingarráð 2018-2020

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Til að styrkja starfsemi faggildingar á Íslandi og til að skapa samráðsvettvang með helstu haghöfum hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákveðið að setja á fót ráðgefandi faggildingarráð. Ráðið er skipað fulltrúum helstu haghafa sem hafa sérþekkingu á málefnum faggildingar.

Faggildingarráð mun m.a. hafa það hlutverk að gera tillögur að stefnumótun um starfsemi faggildingar, veita faggildingarsviði Einkaleyfastofu faglega ráðgjöf um málefni faggildingar og vera ráðuneytinu og faggildingarsviði Einkaleyfastofu til ráðgjafar og aðstoðar við undirbúning að jafningjamati á grundvelli reglugerðar (ESB) nr. 765/2008.

Sæti í ráðinu eiga: 

  • Ágúst Þór Jónsson, skipaður formaður án tilnefningar
  • Björn Karlsson, skipaður af ráðherra án tilnefningar
  • Hafsteinn Pálsson, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
  • Björg Ásta Þórðardóttir, tilnefnd af Samtökuð iðnaðarins
  • Benedikt Sveinbjörn Benediktsson. , tilefndur af SVÞ - Samtökum verslunar og þjónstu
  • Árni H. Kristinsson, tilnefndur af hagsmunahópi faggiltra aðila innan SVÞ
  • Eva Margrét Kristinsdóttir, tilnefnd af félags- og jafnréttismálaráðherra
  • Kristín Lára Helgadóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðherra.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira