Átaksverkefni um eflingu dansk-íslensks vísindasamstarfs - starfar til 3112.25
Hlutverk verkefnisstjórnar er að leiða verkefni um eflingu dansk-íslensks vísindasamstarfs. Markmiðið er að efla vísindasamstarf vinaþjóðanna tveggja til framtíðar og heiðra margra alda farsæla samvinnu þeirra á sviði vísinda og fræða. Áhersla er lögð á rannsóknir tengdar náttúru og menningu á norðurslóðum. Nesstofa á Seltjarnarnesi verður helguð dansk- íslensku fræðasamstarfi. Áhersla verður lögð á samvinnu við danskar systurstofnanir og danska sendiráðið á Íslandi.
Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er til 31. desember 2025.
Verkefnisstjórnin er þannig skipuð:
Auður Hauksdóttir formaður,
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, tilnefnd af Þjóðminjasafni,
Vilhelmína Jónsdóttir sérfræðingur í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu