Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um endurskoðun lagaumhverfis almenningssamgangna

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra að fyrirkomulagi almenningssamgangna á Íslandi.Tillögurnar verða nýttar við vinnu ráðuneytisins við smíði lagafrumvarps um almenningssamgöngur á Íslandi, óháð samgöngumáta, og skulu m.a. miða að samþættu leiðarkerfi og því að efla almenningssamgöngur milli byggða með því að gera þjónustuna aðgengilegri og meira aðlaðandi fyrir notendur.

Starfshópurinn er svo skipaður:
Jónas Birgir Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti,
Berglind Kristinsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga,
Árni Grétar Finnsson, Samtök atvinnulífsins,
Páll Björgvin Guðmundsson, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
Valgerður Gréta Benediktsdóttir, Strætó bs.,
Bergþóra Kristinsdóttir, Vegagerðin.

Starfshópurinn skal skila af sér tillögum fyrir lok desember 2021 en skipað er til og með 31. desember 2021. 

 

 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira