Samgöngu- og sveitarstjórnarráherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að leggja mat á lendingarstaði út frá öryggishlutverki þeirra. Skipað er til og með 1. september 2021.
Hópurinn skal yfirfara með heildstæðum hætti lendingarstaði hér á landi og ástand þeirra og leggja í kjölfarið mat á öryggishlutverk þeirra á breiðum grundvelli út frá staðsetningu þeirra og aðstæðum að öðru leyti. Þá skal hann einnig leggja mat á þörf á fjölgun veðurstöðva og vefmyndavéla á lendingarstöðum.
Í starfshópnum sitja:
Friðfinnur Skaftason, formaður, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
Valgerður B. Eggertsdóttir, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
Matthías Sveinbjörnsson, tilnefndur af Flugmálafélagi Íslands,
Helga Harðardóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneytinu,
Sigrún Björk Jakobsdóttir, tilnefnd af Isavia innanlands,
Ólöf Birna Ólafsdóttir, tilnefnd af Landhelgisgæslu Íslands,
Leifur Hallgrímsson, tilnefndur af Mýflugi Air,
Ágúst Gunnar Gylfason, tilnefndur af Ríkislögreglustjóra,
Guðjón Atlason, tilnefndur af Samgöngustofu,
Jónas Guðmundsson, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.