Hoppa yfir valmynd

Samhæfingarhópur um atvinnu- og menntaúrræði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Samhæfingarhópur um atvinnu og menntaúrræði skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Hópnum er ætlað að skoða stöðu og möguleg menntaúrræði námsmanna og atvinnuleitenda við þær breyttu aðstæður sem orðnar eru í íslensku samfélagi.

Markmið hópsins er að blása til sóknar á íslenskum vinnumarkaði og styrkja enn frekar stoðir menntakerfisins með því að: Kortleggja : í hvaða atvinnugreinum er búist við mesta atvinnuleysi og hvernig er hægt að mæta því með fjölbreyttu og viðeigandi námi og þjálfun?  Í hvaða hópum er mest þörf ávinnumarkaðsaðgerðum ?Hvaða námsframboð og námsþjónusta sem nú er í boði innan framhaldsskóla, háskóla og framhaldsfræðslu nýtast til að mæta breyttum aðstæðum og hvernig má auka aðgengi að kynningu og ráðgjöfum nám og störf?Hvaða hópa þarf að leggja sérstaka áherslu á með sértækum aðgerðum, s.s. vegna aldurs, uppruna, búsetu og efnahags?  Hvernig má tryggja og útfæra réttarstöðu einstaklinga, s.s. til atvinnuleysisbóta samhiða námiog töku námslána, þar sem horft er til jafnræðissjónarmiða og fylgja eftir úrræðum með því að miðla upplýsingum til sinna félagsmanna/skjólstæðinga/framkvæmdaaðila.

Samhæfa upplýsingastreymi aðila og hafa yfirlit yfir aðgerðir og framgang.

Hópurinn er undir forystu Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra.
Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur er verkefnisstjóri hópsins.

Að öðru leyti er hópurinn skipaður svo:
Aðalmenn:
Hulda Anna Arnljótsdóttir, án tilnefningar, frá mennta- og menningarmálaráðuneyti,
Klara Baldursdóttir Briem, án tilnefningar, frá félags- og barnamálaráðherra,
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins,
.Eyrún Valsdóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands,
Davíð Þorláksson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins,
Katrín Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðherra,
Valgerður Rún Benediktsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Sveinn Aðalsteinsson, tilnefndur af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,
Ingibjörg Kristinsdóttir, tilnefnd af Leikn, samtökum fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi,
Dagný Aradóttir Pind, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja,
Georg Brynjarsson, tilnefndur af Bandalagi háskólamanna,
Magnús Ingvason, tilnefndur af Skólameistarafélagi Íslands,
Björgvin Þór Þórarinsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema,
Sigrún Jónsdóttir, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta,
Jóna Þórey Pétursdóttir, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta,
Hrafnhildur Tómasdóttir, tilnefnd af Vinnumálastofnun,
Daði Már Kristófersson, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins,
María Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar,
Friðrik Sigurðsson, tilnefndur af Landssamtökunum Þroskahjálp.


Varamenn:
Friðrik Ágúst Ólafsson tilnefndur af Samtökum iðnaðarins,
Bjarnheiður Gautadóttir, án tilnefningar, frá félagsmálaráðuneyti,
Halldór Grönvold, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands,
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,
Karl Björnsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Fjóla María Lárusdóttir, tilnefnd af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins,
Hildur E. Vignir, tilnefnd af Leikn, samtökum fullorðinsfræðsluaðila á Íslandi,
Hrannar Már Gunnarsson, tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja,
Erna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Bandalagi háskólamanna,
Bryndís Fiona Ford, tilnefnd af Skólameistarafélagi Íslands,
Auður Aþena Einarsdóttir, tilnefnd af Samband íslenskra framhaldsskólanema,
Ragnhildur Þrastardóttir, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta,
Hildur Jakobína Gísladóttir, tilnefnd af Vinnumálastofnun,
Anna Guðrún Edvardsdóttir, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins,
Sunna Dögg Ágústsdóttir, tilnefnd af Landssamtökunum Þroskahjálp.


Samhæfingarhópurinn skilar fyrstu tillögum ekki síðar en 1. júní 2020 og skipunartími er til 31. desember 2020.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira