Starfshópur um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga
Starfshópur er skipaður af ráðherra, sbr. ákvæði reglugerðar um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga nr. 1245/2018. Starfshópurinn gerir tillögur til ráðherra að stefnumótandi áætlun til fimmtán ára í senn og aðgerðaáætlun til fimm ára. Við gerð tillagna að stefnumótandi áætlun og aðgerðaáætlun skal starfshópurinn eiga samráð við ráðuneyti og stofnanir ríkisins, þ.m.t. stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál. Þá skulu tillögurnar unnar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélög. Loks skal haft samráð við hagsmunaaðila eftir þörfum og skal almenningi gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum í opnu samráðsferli.
Skipunartími starfshópsins takmarkast við embættistíma ráðherra.
Með hópnum starfar sérfræðingur á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála. Áheyrnafulltrúar eru skrifstofustjóri á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.