Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni, sbr. samkomulag samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, f.h. íslenska ríkisins, og Reykjavíkurborgar sem undirritað var hinn 28. nóvember sl.

Hlutverk starfshópsins er að leiða fyrri áfanga rannsókna á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Þessi vinna skal unnin með það að markmiði að fullkanna kosti á því að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug, sbr. verkefnisáætlun.

Starfshópurinn er svo skipaður:

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður og verkefnisstjóri, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
Friðfinnur Skaftason, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
Ólöf Örvarsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg,
Þorsteinn Rúnar Hermannsson, tilnefndur af Reykjavíkurborg,
Birgir Örn Ólafsson, tilnefndur af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum,
Kolbrún Jóna Pétursdóttir, tilnefnd af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum