Hoppa yfir valmynd

Mats- og hæfisnefnd um sérnám lækna

Heilbrigðisráðuneytið

Samkvæmt IV. kafla nýrrar reglugerðar nr. 856/2023, sem tók gildi þann 16. ágúst sl. um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi og sérfræðileyfi skipar ráðherra fimm sérfræðilækna í mats- og hæfisnefnd um sérnám lækna til fjögurra ára í senn. Tveir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Læknafélags Íslands og einn til vara, einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu læknadeildar Háskóla Íslands og einn til vara, einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu framhaldsmenntunarráðs lækninga og einn til vara. Ráðherra skipar formann án tilnefningar. Nefndin skal kalla til sérfræðinga innan sérsviða læknisfræði, eftir þörfum. 

Í 22. gr. reglugerðarinnar er tilgreint hlutverk og verkefni nefndarinnar, sbr. eftirfarandi:
1. Samþykkja marklýsingar fyrir sérnámsgrunn skv. 18. gr. og sérgreinar skv. 21. gr.
2. Meta hæfi heilbrigðisstofnana eða deilda innan þeirra til að öðlast viðurkenningu sem kennslustofnanir til að annast sérnám lækna, þ.m.t. sérnámsgrunn, sbr. 18. gr. 
3. Hafa eftirlit með sérnámi og kennslustofnunum eftir þörfum, eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Í þessu felst m.a. að tryggja að sérnám fari aðeins fram á viðurkenndum kennslustofn-unum, samkvæmt         marklýsingu og að handleiðarar hafi lokið og viðhaldið handleiðaraþjálfun.
4. Útbúa gæðaviðmið fyrir: 
a) gerð marklýsinga, 
b) innleiðingu og framkvæmd sérnáms og 
c) eftirlit með kennslustofnunum og sérnámi. 
        Þau verði í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið.
5. Fylgja eftir ákvörðunum sínum sem teknar hafa verið í samræmi við úttektir og gæðastýringu.
6. Gera tillögur til ráðherra um hvaða sérgreinar sé boðið upp á sérnám í hér á landi og hvað þær skuli kallast.
7. Skipuleggja og halda utan um númerakerfi fyrir sérnámslækna.
8. Veita umsagnir sem krefjast faglegrar sérþekkingar nefndarinnar.
9. Sjá til þess að handbók um framkvæmd sérnáms lækna sé gefin út og uppfærð reglulega og eftir þörfum, í samvinnu við framhaldsmenntunarráð lækninga.

Nefndin skal einnig endurskoða mat sitt á viðurkenndum kennslustofnunum og samþykktum marklýsingum á fjögurra ára fresti eða oftar ef tilefni er til. Nefndinni er heimilt að fela öðrum framkvæmd gæðaeftirlits með kennslustofnunum sérnáms á forsendum og ábyrgð nefndarinnar. Nánar er fjallað um viðurkenningu kennslustofnana sérnáms og veitingu samþykkis fyrir marklýsingu í 23. og 24. gr. reglugerðarinnar.
Embætti landlæknis samþykkir og birtir gæðaviðmið mats- og hæfisnefndar sem og handbók um sérnám lækna og birtir yfirlit yfir viðurkenndar kennslustofnanir sérnáms lækna, þ.m.t. sérnámsgrunns, ásamt samþykktum marklýsingum.

Mats- og hæfisnefndina skipa

  • Ólafur Baldursson, án tilnefningar, formaður
  • Katrín Fjeldsted, tilnefnd af Læknafélagi Íslands
  • Eggert Eyjólfsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands
  • Anna Björg Jónsdóttir, tilnefnd af Framhaldsmenntunarráði lækninga
  • Jórunn Atladóttir, tilnefnd af Læknadeild Háskóla Íslands.

    Varamenn
  • Engilbert Sigurðsson, tilnefndur af Læknafélagi Íslands
  • Elínborg Bárðardóttir, tilnefnd af Framhaldsmenntunarráði lækninga
  • Davíð O. Arnar, tilnefndur af Læknadeild Háskóla Íslands.

Starfsmaður nefndarinnar er Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Mats- og hæfisnefnd um sérnám lækna er skipuð af heilbrigðisráðherra til fjögurra ára frá 19. mars 2024 til 18. mars 2028.

 
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum