Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur um framkvæmd og fyrirkomulag matsferils

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hlutverk samráðshóps helstu hagsmunaaðila um framkvæmd og fyrirkomulag matsferils felst m.a. í að rýna og koma með athugasemdir eða tillögur til breytinga á þróun, ferli og fyrirkomulagi þess námsmats sem hannað verður í stað núverandi samræmdra könnunarprófa. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn starfi til ársloka 2023 en stefnt er að því að vorið 2022 liggi fyrir tilllaga að fyrirkomulagi og skipan á samræmdu námsmati og að formleg innleiðing þess hefjist frá og með hausti 2022.

 

Samráðshópurinn mun verða verkefnisstjórn skipaðri sérfræðingum mennta- og barnamálaráðuneytis og Menntamálastofnunar til stuðnings og ráðgjafar.

 

 Samráðshópurinn er svo skipaður:

Aðalmenn:

  • Óskar Haukur Níelsson, formaður, án tilnefningar
  • Jón Páll Haraldsson, tilnefndur af Skólastjórafélagi Íslands
  • Eðvald Einar Stefánsson, tilnefndur af Umboðsmanni barna
  • Helgi Arnarsson, tilnefndur af Grunni, samtökum fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum sveitarfélaga
  • Svala Hreinsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Mjöll Matthíasdóttir, tilnefnd af Félagi grunnskólakennara
  • Amalía Björnsdóttir, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins
  • Þorvar Hafsteinsson, tilnefndur af Heimili og skóla
  • Perla Eyfjörð Arnardóttir, tilnefnd af Samfés, landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi

Varamenn:

  • Linda Heiðarsdóttir,  tilnefnd af Skólastjórafélagi Íslands
  • Guðríður Bolladóttir, tilnefnd af Umboðsmanni barna
  • Soffía Vagnsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Anna Guðrún Jóhannesdóttir, tilnefnd af Félagi grunnskólakennara
  • Guðmundur Torfi Heimisson, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins
  • Arnar Ævarsson, tilnefndur af Heimili og skóla
  • Victoría Hera Häsler, tilnefnd af Samfés, landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi

 


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum