Stýrihópur um virðismat starfa í þágu launajafnréttis
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars sl. í tengslum við kjarasamninga segir að til að útrýma launamun sem skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og kerfisbundnu vanmati á hefðbundnum kvennastörfum verði unnið að virðismatskerfi sem byggir á tillögum aðgerðahóps um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði
Verkefni stýrihópsins er að fylgja eftir fyrrnefndri yfirlýsingu og þróa heildstætt virðismatskerfi sem samræmist markmiðum um launajafnrétti, gæði opinberrar þjónustu og stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar. Stýrihópurinn skal eiga samstarf við Jafnlaunastofu og taka mið af lögum, kjarasamningum og alþjóðlegum skuldbindingum.
Vinna við gerð virðismatskerfisins skal hefjast haustið 2024 og skal nýtt virðismatskerfi liggja fyrir í árslok 2026.
Stýrihópurinn er þannig skipaður:
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, tilnefnd af ASÍ
- Kolbrún Halldórsdóttir, tilnefnd af BHM
- Sonja Ýr Þorbergsdóttir, tilnefnd af BSRB
- Stefán Daníel Jónsson, tilnefndur af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Ásta Einarsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Magnús Þór Jónsson, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands
- Lóa Birna Birgisdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg
- Inga Rún Ólafsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Maj-Britt Hjördís Briem, tilnefnd af Samtökum atvinnulífins
Tilnefndir varafulltrúar aðila eru eftirfarandi:
- Halldór Oddsson, tilnefndur af ASÍ
- Gunnlaugur Már Briem, tilnefndur af BHM
- Fjölnir Sæmundsson, tilnefndur af BSRB
- Eva Margrét Kristinsdóttir, tilnefnd af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
- Viðar Helgason, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Guðjón Hreinn Hauksson, tilnefndur af Kennarasamandi Íslands
- Kolbeinn Guðmundsson, tilnefndur af Reykjavíkurborg
- Bjarni Ómar Haraldsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Ragnar Árnason, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
Ráðuneytið greiðir ekki sérstaklega fyrir störf í stýrihópnum.
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.