Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur um skipulagningu eftirlits með veiðum erlendra skipa

Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra hefur skipað samráðshóp um skipulagningu eftirlits með veiðum erlendra skipa, skipunartími hópsins er frá 31. janúar 2023 til 1. febrúar 2027. 

Í júní 2018 skilaði starfshópur er skipaður var fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Fiskistofu og Landhelgisgæslu Íslands álitsgerð um eftirlit með veiðum erlendra skipa í íslenskri lögsögu.  Meðal tillagna hópsins var að sett yrði á stofn samráðshópur ráðuneytisins, Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar sem komi saman minnst tvisvar á ári, fyrir upphaf loðnuvertíðar og aftur að vori, og móti áherslur og fyrirkomulag eftirlits með fiskveiðum erlendra skipa.  Verkefni samráðshópsins myndu einnig ná  til þess að móta heildarstefnu í eftirliti með veiðum innlendra skipa.

Í samráðshópnum eru eftirfarandi:

    Skúli Kristinn Skúlason formaður, skipaður af matvælaráðuneyti
    Sóley Kaldal, aðalmaður, skipuð af matvælaráðuneyti
    Viðar Ólason, aðalmaður, skipaður af Fiskistofu
    Elín Björg Ragnarsdóttir, varamaður skipuð af Fiskistofu
    Guðríður M. Kristjánsdóttir, aðalmaður, skipuð af Landhelgisgælsu Íslands
    Björgólfur H. Ingason, varamaður, skipaður af Landhelgisgæslu Íslands

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum