Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd um skipulagningu eftirlits með veiðum erlendra skipa

Matvælaráðuneytið

Í júní 2018 skilaði starfshópur er skipaður var fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Fiskistofu og Landhelgisgæslu Íslands álitsgerð um eftirlit með veiðum erlendra skipa í íslenskri lögsögu. Meðal tillagna hópsins var að sett yrði á stofn samráðsnefnd ráðuneytisins, Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar sem komi saman minnst tvisvar á ári, fyrir upphaf loðnuvertíðar og aftur að vori, og móti áherslur og fyrirkomulag eftirlits með fiskveiðum erlendra skipa. Verkefni samráðsnefndarinnar myndu einnig ná til þess að móta heildarstefnu í eftirliti með veiðum innlendra skipa.

Í upphafi verður nefndinni falið að leggja drög að reglugerð um sameiginlega eftirlitsstöð og setja viðmið um lágmarkstíðni eftirlits bæði erlendra skipa sem og innlendra.

Nefndin er þannig skipuð:

  • Brynhildur Benediktsdóttir, skipuð formaður án tilnefningar 
  • Sóley Kaldal, skipað varaformaður án tilnefningar 
  • Viðar Ólason, tilnefndur af Fiskistofu 
  • Ásgrímur L. Ásgrímsson, tilnefndur af Landhelgisgæslu Íslands.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira