Hoppa yfir valmynd

Nefnd um þróun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði

Forsætisráðuneytið

Á fundi ríkisstjórnarinnar 2. mars 2018 var samþykkt að skipa nefnd um þróun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Verkefni nefndarinnar er að koma með tillögu að mælikvörðum sem eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Mælikvarðarnir þurfa að vera fjölþættir og ná yfir efnahagslega-, umhverfislega- og félagslega þætti. Mælikvarðarnir þurfa að byggja á viðurkenndum aðferðum og vera samanburðarhæfir við önnur lönd. Mikilvægt er að mælikvarðarnir taki mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og mælikvörðum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar eftir því sem við á.

Eftirtaldir skipa nefndina:

  • Lárus Blöndal, fulltrúi forsætisráðuneytisins, formaður nefndarinnar.
  • Fjóla Agnarsdóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
  • Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisins.
  • Herdís H. Schopka, fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
  • Kolbeinn Hólmar Stefánsson, fulltrúi Hagstofu Íslands.
  • Sigurður Snævarr, fulltrúi þeirra flokka sem mynda minnihluta á Alþingi.
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir, fulltrúi þeirra flokka sem mynda minnihluta á Alþingi.
  • Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi þeirra flokka sem mynda meirihluta á Alþingi. 
  • Bryndís Haraldsdóttir, fulltrúi þeirra flokka sem mynda meirihluta á Alþingi. 

Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en í lok júní 2019.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Síðast uppfært: 16.6.2020
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira