Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um langvinna verki

Heilbrigðisráðuneytið

Hlutverk starfshópsins er að taka saman upplýsingar um fjölda, aldur og kyn einstaklinga hér á landi sem eiga við langvinna verki að stríða,  meðferðir sem nýttar eru til að meðhöndla langvinna verki og hvar meðferð er helst veitt. Þá er hópnum ætlað að leggja fram tillögur um úrbætur í þjónustu við einstaklinga með langvinna verki og koma með tillögur að skipulagi sem auðveldar aðgengi að þjónustunni og einfaldar ferli þessara sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sérstaklega skal horft til þrískiptingar heilbrigðisþjónustu eins og henni er líst í heilbrigðisstefnu til ársins 2030, lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 með síðari breytingum og reglugerð um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa. Hópurinn skal við vinnu sína m.a. taka mið af tillögum sem fram koma í drögum að endurhæfingarstefnu sem birt var á vormánuðum 2020. Stöðuskýrsla og tillögur skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl 2021.

Starfshópinn skipa

  • Magnús Ólason, endurhæfingarlæknir, formaður starfshópsins
  • Sigurður Ásgeir Kristinsson, bæklunarlæknir
  • Jón Steinar Jónsson, heilsugæslulæknir
  • Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari
  • Sigríður Zoëga, hjúkrunarfræðingur
Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 16. nóvember 2020.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira