Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um lífskjör og aðbúnað aldraðra

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Í sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis frá 30. nóvember 2017 kemur fram að styrkja þurfi sérstaklega stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Er þar lagt til að gerð verði sérstök úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir. Með vísan til sáttmálans skipaði félags- og jafnréttismálaráðherra í apríl 2018 starfshóp um kjör aldraðra. Starfshópurinn skilaði skýrslu í desember sama ár þar sem fram komu tillögur um hvernig bæta mætti kjör þeirra aldraðra sem búa við lökustu kjörin í þjóðfélaginu.
Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024 kemur fram sú framtíðarsýn að aldraðir njóti lífsgæða á efri árum og geti framfleytt sér með tekjum sínum, einkum úr lífeyrissjóðum, séreignarlífeyrissparnaði og/eða með vinnu. Þeir sem geta það ekki fái lífeyrisgreiðslur almannatrygginga og tengdar greiðslur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð í samræmi við lögbundin réttindi og mat á þörf, auk annars stuðnings opinberra aðila. Með greiðslum, þjónustu og stuðningi opinberra aðila verði öldruðum gert kleift að framfleyta sér og lifa sjálfstæðu lífi. Er lögð áhersla á að öldruðum verði með sveigjanlegum starfslokum gert kleift að vinna lengur og þar með auka atvinnutengd lífeyrisréttindi sín og séreignarlífeyrissparnað. Þá er áhersla á að auka atvinnuþátttöku þeirra sem hafa þegar hafið töku lífeyris. 

Mikilvægt er að bregðast við yfirvofandi fjölgun í elstu aldurshópunum og breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar. M.a. þarf þá að tryggja mönnun starfa innan öldrunargeirans og líta til þess að gera þjónustu við aldraða sveigjanlegri og persónumiðaðri en hún er í dag og eins og hægt sé veitt í nærumhverfi. Rýna þarf auk þess löggjöf og framkvæmd er varðar aldraða og þá ekki síst er varðar eldra fólk með heilsubrest, m.a. vegna heilabilunarsjúkdóma, með að markmiði að tryggja vernd gegn misnotkun og ofbeldi og tryggja fullnægjandi viðbrögð og ferla við tilkynningum um slíkt.

Með hliðsjón af framangreindu hefur verið ákveðið að skipa starfshóp sem fjalli um málefni aldraðra á breiðum grundvelli. Verður það verkefni hópsins að fjalla um: 
· Hvernig fyrirkomulagi öldrunarþjónustu verði best háttað.
· Lífskjör aldraðra, þar á meðal hvernig eldri borgarar geti aukið ráðstöfunartekjur sínar með aukinni atvinnuþátttöku og frestun töku lífeyris.
· Lífsskilyrði aldraðra, aldursvæn samfélög og hvernig draga megi úr líkum á félagslegri einangrun aldraðra.
· Hvernig nýta megi nútímatækni betur í þágu aldraðra.
· Hvort ástæða sé til að breyta því fyrirkomulagi sem nú er í gildi varðandi greiðsluþátttöku íbúa á hjúkrunarheimilum. 
· Stytta biðtíma eftir hjúkrunarrými og bæta þjónustu við íbúa.

Starfshópinn skipa:
    Ingibjörg Ólöf Ísaksen, án tilnefningar, formaður
    Arnar Þór Sævarsson, tiln. Af félagsmálaráðuneytinu
    Guðlaug Einarsdóttir, tiln. af heilbrigðisráðuneytinu
    Þórunn Sveinbjörnsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara
    Haukur Halldórsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara 
    Þorbjörn Guðmundsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
    Bergþóra Benediktsdóttir, tiln. af forsætisráðuneytinu
    Steingrímur Ari Arason, tiln. af fjármálaráðuneytinu 

Starfsmenn starfshópsins eru Birna Sigurðardóttir og Ágúst Þór Sigurðsson sérfræðingar í félagsmálaráðuneytinu.
Starfshópnum er heimilt meðan á vinnunni stendur að skila áfangaskýrslu eftir því sem vinnunni vindur fram. Starfshópurinn skilaði ráðherra lokatillögum sínum haustið 2021. Hér má sjá skýrslu hópsins.  

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum