Hoppa yfir valmynd

Sérfræðingahópur um fjarheilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að auka aðgengi sjúklinga að heilbrigðisþjónustu með því að efla heilbrigðisstofnanir og kerfið í heild til innleiðingar á viðbótarþjónustu sem felst í fjarheilbrigðisþjónustu, sem og að styðja við frumkvöðlaverkefni á þessu sviði, sérstaklega á landsbyggðinni. Settur verður á fót ráðgefandi hópur sérfræðinga vegna uppbyggingar og innleiðingar á fjarheilbrigðisþjónustu um land allt. Hlutverk hópsins er m.a. að greiða fyrir upplýsingagjöf og vera til samráðs og ráðgjafar eftir þörfum við uppbyggingu á fjarheilbrigðisþjónustu.  

Meginhlutverk sérfræðingahópsins er að:

  • Vinna samkvæmt þeirri framtíðarsýn að fjarheilbrigðisþjónusta verði samtvinnuð annarri þjónustu í heilbrigðiskerfinu og falli vel inn í skipulagt heilbrigðiskerfi, svo sem Heilsuveru, sjúkraskrá og greiðslumódel/greiðslukerfi.
  • Vera upplýsingagátt og hafa frumkvæði að því að efla og styðja framþróun á fjarheilbrigðisþjónustu (upplýsingar og hvatning). 
  • Veita ráðgjöf og leiðbeiningar til stofnana um skipulagningu, framkvæmd og skráningu fjarheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 
  • Samskipti sérfræðingahóps er einkum við verkefnastjóra fjarheilbrigðisþjónustu.

Sérfræðingahóp um fjarheilbrigðisþjónustu skipa

  • Davíð Björn Þórisson, frá Landspítala,
  • Sigurður E. Sigurðsson,frá Sjúkrahúsinu á Akureyri,
  • Jón Steinar Jónsson, frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
  • Guðrún Auður Harðardóttir, frá Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis.

Áætlað er að sérfræðingahópurinn fundi reglulega til að byrja með undir stjórn Þorra Más Sigurþórssonar verkefnastjóra hjá Emætti landlæknis, en síðan eins og þörf krefur. 

Hópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra frá 8. október 2019 til þriggja ára.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira