Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Starfshópur um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum skal greina með hvaða hætti unnt er að koma á markvissari kennslu um kynheilbrigði og kynhegðun í grunn- og framhaldsskólum í samræmi við aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla  og grunnþáttinn Heilbrigði og velferð sem þar er að finna.   Starfshópnum er ætlað að vinna að framgangi aðgerðar A6 í þingsályktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess 2019 - 2022. 

Auk þess er hópnum ætlað að:

 • gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi,
 • láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum  þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara til framkvæmdar kynfræðslu á viðkomandi skólastigum,
 • taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði markvissari, 
 • gera tillögur um með hvaða hætti best sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði,
  vinna tillögur í víðtæku samráði við haghafa.  

 Starfshópurinn er þannig skipaður:

 • Sólborg Guðbrandsdóttir, formaður, án tilnefningar,
 • Sigríður Dögg Arnardóttir, án tilnefningar,
 • Sóley Sesselja Bender, án tilnefningar,
 • Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar,
 • Sigurþór Maggi Snorrason, tilnefndur af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema,
 • Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
 • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Íslands,
 • Sigrún Sóley Jökulsdóttir, tilnefnd af Menntamálastofnun,
 • Ingólfur Atli Ingason, tilnefndur af Samfés - landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi,
 • Ása Sjöfn Lórensdóttir, tilnefnd af Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu,
 • Ingibjörg Guðmundsdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis,
 • Þóra Björt Sveinsdóttir, tilnefnd af Stígamótum,
 • Indíana Rós Ægisdóttir, tilnefnd af Kynís - Kynfræðifélagi Íslands.

Tengiliðir við verkefnið verða frá skrifstofu framhaldsskóla- og fræðslu og skrifstofu skóla, íþrótta- og æskulýðsmála í mennta- og menningarmálaráðuneyti auk þess sem Jóna Pálsdóttir, jafnréttisráðgjafi ráðuneytisins ([email protected]) starfar með hópnum.  

Mælst er til þess að starfshópurinn ljúki störfum fyrir lok maí 2021. Starfshópurinn skal skila ráðherra skýrslu með kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðartillögum til umbóta. Hópurinn skili áfangaskýrslu um framvindu verkefnisins til ráðherra fyrir lok febrúar 2021. 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira