Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna er skipuð skv. 2. gr. reglna nr. 450 um sjóðinn. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum sem stuðla að nýsköpun og auknum tengslum atvinnulífs, stofnana og háskóla.
Stjórnin er þannig skipuð:
Aðalmenn:
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, án tilnefningar,
- Skúli Þór Helgason, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
- Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins,
- David Erik Mollberg, tilnefndur af Landssamtökum íslenskra stúdenta,
- Berglind Rán Ólafsdóttir, tilnefnd af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs.
Varamenn:
- Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir, án tilnefningar,
- Svandís Ingimundardóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
- Kristinn Arnar Aspelund, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins,
- Kristjana Björk Barðdal, tilnefnd af Landssamtökum íslenskra stúdenta,
- Ásgeir Brynjar Torfason, tilnefndur af vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs.