Hoppa yfir valmynd

Starfshópur til að fylgja eftir tillögum í greingargerð starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um yngra fólk á hjúkrunarheimilum

Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins  með fulltrúum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Örykjabandalags Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, til að fylgja eftir tillögum í greinargerð starfshóps heilbrigðisráðuneytisins og félags- og vinnumarkaðsráðneytisins um yngra fólk á hjúkrunarheimilum.

Starfshópnum er falið að vinna áfram með þær grunnupplýsingar sem fram koma í greinargerð ráðuneytahópsins, ásamt því að meta sérstaklega þarfir yngri einstaklinga á hjúkrunarheimilum.  Í fyrstu verði fyrst og fremst horft til þeirra einstaklinga sem eru yngri en 60 ára og flust hafa á hjúkrunarheimili. Greina þarf þarfir einstaklinga fyrir félags- og heilbrigðisþjónustu sérstaklega og finna úrræði við hæfi, ef vilji einstaklingsins stendur til þess að skipta um búsetu. Þá er hópnum einnig falið að skoða aukna samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með NPA samning. Lagðar verði fram tillögur að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, með mati á umfangi félagslegra þarfa og heilbrigðisþarfa. Skoða sérstaklega hvernig bæta megi upplýsingar til fatlaðs fólks um hvert það getur leitað eftir þjónustu og mati á þjónustuþörf. 

Þá er starfshópnum ætlað að hafa víðtækt samráð við félagasamtök um langvinna sjúkdóma.

Starfshópinn skipa

  • Selma M. Reynisdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneyti án tilnefningar, formaður
  • Anna Klara Georgsdóttir, tilnefndur af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti 
  • Valgerður Guðbjörnsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Rannveig Einarsdóttir, tilnefnd að Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Bergþóra Bergsdóttir, tilnefnd af Öryrkjabandalagi Íslands

Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, er starfsmaður hópsins.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 28. apríl 2023. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum til heilbrigðisráðherra fyrir lok árs 2023. 

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum