Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langavarandi stuðningsþarfir.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Starfshópurinn hefur það hlutverk að endurskoða lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir í heild sinni og þær reglugerðir sem lögunum fylgja með áherslu á að greina þau álitaefni sem upp hafa komi við framkvæmd laganna og koma með tillögur til ráðherra ekki síðar en 30. september 2021. Einnig skulu önnur lög, reglugerðir og framkvæmd sem snýr að fötluðu fólki metin og endurskoðuð eftir þörfum.

Vinna starfshópsins skal taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sbr. þingsályktun um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem samþykkt var á Alþingi 3. júní 2019. Ekki er greitt fyrir setu í nefndinni að hálfu ráðuneytisins.

Starfshópinn skipa:

  • Haraldur L. Haraldsson, fulltrúi félagsmálaráðuneytisins, án tilnefningar, formaður.
  • Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands.
  • Aðalbjörg Traustadóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Bryndís Snæbjörnsdóttir, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp.
  • Tryggvi Þórhallsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Varamenn:

  • Alma Ýr Ingólfsdóttir, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands.
  • Friðrik Sigurðsson, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp.
  • María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Arne Friðrik Traustason, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Skipuð af félags- og barnamálaráðherra 21. janúar 2021

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira