Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um stefnu í munnheilsu á Íslandi til ársins 2030

Heilbrigðisráðuneytið

Í starfshópnum eiga sæti fulltrúar frá embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands, Tannlæknafélagi Íslands og heilbrigðisráðuneytinu.

Á síðasta ári gaf Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO, út stefnu í munnheilsu, Global Strategy on Oral Health, til ársins 2030 og í kjölfarið voru gerð drög að aðgerðaáætlun í 94 liðum, sem sett voru í samráð aðildarþjóða í ágúst sl. Þar er stefnt að því að öll aðildarlöndin marki sér stefnu í munnheilsu fyrir sína landsmenn. 

Starfshópinn skipa

  • Helga Ágústsdóttir, án tilnefningar, formaður
  • Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, tilnefnd af Tannlæknafélagi Íslands
  • Bjarni Elvar Pjetursson, tilnefndur af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands
  • Ása Sjöfn Lórensdóttir, tilnefnd af Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
  • Sveinbjörn Kristjánsson, tilnefndur af embætti landlæknis

Varamenn

  • Ellen Flosadóttir, tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands
  • Matthías Sigurðarson, tilnefndur af Tannlæknafélagi Íslands
  • Ingibjörg Guðmundsdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis

    Hrafnhildur Ýr Erlendsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, er starfsmaður starfshópsins.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 31. maí 2023. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum til ráðherra í árslok 2023.

 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum