Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um heildarskipulag heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni með neyslu- og fíknivanda

Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópnum er falið að vinna að tillögum að heildstæðu framtíðarskipulagi heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni með neyslu- og fíknivanda. Tillögur hópsins skulu:

  • Byggjast á klínískum leiðbeiningum og bestu þekkingu í málaflokknum.
  • Ná yfir öll þrjú heilbrigðisþjónustustig í landinu,  þ.m.t. göngudeildarþjónustu og þjónustu í heilsugæslu.
  • Taka mið af áætlaðri þjónustuþörf markhópsins á hverju þjónustustigi.
  • Miða að því að hægt verði að tryggja sem besta samfellu í þjónustu á landinu öllu við önnur þjónustukerfi, svo sem félags- og skólaþjónustu.

Einnig er farið fram á að starfshópurinn setji fram aðgerðir til þess að byggja upp þekkingu á málaflokknum hjá heilbrigðisstarfsfólki á öllum þjónustustigum. Starfshópurinn skal við vinnu sína hafa samráð við þjónustuþega, þjónustuveitendur á mismunandi landsvæðum og aðra þá aðila sem talist geta verið hagsmunaaðilar í málinu, svo sem Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndir og SÁÁ.

Starfshópinn skipa

  • Helga Sif Friðjónsdóttir, tiln. af Landspítala, formaður
  • Sigurður Örn Hektorsson, tiln. af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Margrét Ólafía Tómasdóttir, tiln. af Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
  • Breki Björnsson, tiln. af Geðhjálp
  • Auður Axelsdóttir, tiln. af Hugarafli

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 11. júní 2020 og skal skila tillögum sínum til heilbrigðisráðherra 30. október 2020.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira