Hoppa yfir valmynd

Verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk

Hlutverk verkefnastjórnar er að leiða vinnu við heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk, að stuðla að samvinnu og samhæfingu á milli ráðuneyta, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila, forgangsraða og útfæra tímasett markmið í aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem lögð verði fram á Alþingi vorið 2023. Í framhaldi af því skal verkefnastjórnin vinna skipulega að innleiðingu og framkvæmd fyrrgreindrar aðgerðaáætlunar m.a. með tillögum um hvaða breytingar á lögum og reglugerðum þarf að ráðast í til að ná fram þeim markmiðum sem sett eru fram. Verkefnastjórnin skal hafa víðtækt samráð við sveitarfélög, samtök eldri borgara, þjónustuaðila og aðra hagaðila.

Verkefnastjórnin er þannig skipuð:

  • Ólafur Þór Gunnarsson formaður án tilnefningar.
  • Birna Sigurðardóttir fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, án tilnefningar.
  • Elsa B. Friðfinnsdóttir fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, án tilnefningar.
  • Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, án tilnefningar
  • Guðmundur Axel Hansen tilnefndur af fjármálaráðuneytinu.
  • Marta Guðrún Skúladóttir tilnefnd af fjármálaráðuneytinu.
  • Kjartan Már Kjartansson tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Sigrún Ingvarsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  • Helgi Pétursson tilnefndur af Landssambandi eldri borgara.

Skipuð af félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra 7. júní 2022

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum