Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur um samráðsvettvang um framboð á matvælum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Í nefndaráliti meiri hluta atvinnuveganefndar Alþingis við lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um úthlutun tollkvóta á 150. löggjafarþingi kemur fram að mikilvægt sé að virkt og öflugt samráð sé milli stjórnvalda og hagaðila um markaðsaðstæður hverju sinni. Beindi meiri hlutinn því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að koma á fót samráðsvettvangi stjórnvalda og fulltrúum innflytjenda, framleiðenda, verslunar og neytenda í því skyni að unnt verði að bregðast fljótt við, t.d. ef útlit er fyrir að skortur verði á tilteknum vörum. 

Samráðshópnum er ætlað að fara yfir þau tímabil þar sem árstíðabundnar landbúnaðarvörur eru án tolla eða á lægri tollum á ákveðnum tímabilum, líkt og kveðið er á um í lögum nr. 152/2019 sem samþykkt voru á Alþingi 17. desember 2019, og eftir atvikum leggja til breytingar. Þá skal hópurinn taka til athugunar hvort samstaða geti myndast um frekari breytingar á því fyrirkomulagi sem nú gildir þannig að fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki sé tryggður. 


    Samráðshópurinn er þannig skipaður:

        · Benedikt S. Benediktsson, tilnefndur af Samtökum verslunar og þjónustu,
        · Brynhildur Pétursdóttir, tilnefnd af Neytendasamtökunum,
        · Elín Ragnheiður Guðnadóttir, skipuð án tilnefningar,
        · Gunnar Sigurðarson, skipaður af Samtökum iðnaðarins,
        · Katrín María Andrésdóttir, skipuð af Bændasamtökum Íslands, 
        · Kristín Linda Sveinsdóttir, skipuð af Sölufélagi garðyrkjumanna,
        · Páll Rúnar M. Kristjánsson, skipaður af Félagi atvinnurekenda,

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira