Hoppa yfir valmynd

Samráðshópur um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2030

Heilbrigðisráðuneytið

Nú liggja fyrir drög að stefnu í geðheilbrigðismálum sem leggja á fram sem þingsályktun á næstu vikum. Þeirri stefnu þarf að gera skil í aðgerðaáætlun og lagt er til að sú áætlun fylgi þingsályktuninni sem fylgiskjal.  
Hlutverk samráðshópsins er að greina, meta, setja fram og fylgja eftir aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Lagt er til að samráðshópurinn starfi í tveimur hópum, kjarnahóp og rýnihóp.

Samráðshópinn skipa

  • Páll Matthíasson, doktor í geðlækningum, formaður hópsins
  • Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum í Háskóla Íslands
  • Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu LSH
  • Liv Anna Gunnell, sviðstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu
  • Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar
  • Sigríður Gísladóttir, aðstandandi 
  • Sigurlín H. Kjartansdóttir, sálfræðingur, frá Heilbrigðisstofnun Austurlands
  • Guðlaug U. Þorsteinsdóttir, frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Gígja Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur frá Vinafélaginu, áhugafólk um nýja hugsun í geðheilbrigðismálum á Íslandi
  • Gísli Kort Kristófersson, dósent í hjúkrunarfræði, Háskólanum á Akureyri
  • Auður Axelsdóttir, fyrir hönd Hugarafls
  • Ólöf Elsa Björnsdóttir, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, frá embætti landlæknis
  • Anna Birgit Ómarsdóttir, frá heilbrigðisráðuneytinu
  • Helga Sif Friðjónsdóttir, frá heilbrigðisráðuneytinu
  • Ingibjörg Sveinsdóttir, frá heilbrigðisráðuneytinu

Samráðshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 28. febrúar 2022.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum