Hoppa yfir valmynd

Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipuð 9. september 2022

Samráðsvettvangurinn skal þjóna sem rými fyrir ýmis konar fundi, vinnustofur og fræðslu vegna rannsókna og greininga á áhrifum loftslagsbreytinga. Hlutverk samráðsvettvangsins er:

- að hvetja til samræðu um áherslur og samstarf í greiningum og rannsóknarstarfi vegna áhrifa loftslagsbreytinga;
- að tryggja yfirsýn yfir þekkingarsköpun um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru, samfélag, lífríki og haf umhverfis Ísland, m.t.t. mismunandi forma og tegunda þekkingar frá hugvísindum og listum til raunvísinda og frá sögnum og fagþekkingu til útgefinna fræði- og vísindagreina.

Formennska í stjórninni skal færast milli aðila sem sitja í stjórninni ár hvert og mun Veðurstofa Íslands hafa formennsku fyrsta árið. Jafnframt er gert ráð fyrir að Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands starfræki samráðsvettvanginn, haldi utan um fundi stjórnar og starfsemi í nafni vettvangsins.

Samkvæmt hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum sem unnin var af starfshópi árið 2021 og samsvarandi stefnu sem byggð var á hvítbókinni, sem og skýrslum vísindanefndar, er þörf á að kortleggja, miðla og byggja upp þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi. Í stefnu stjórnvalda um aðlögun að loftslagsbreytingum má finna markmiðahluta fyrir samhæfingu rannsókna og upplýsingagjafar þar sem segir m.a.:

M1. Áhrif loftslagsbreytinga á náttúruþætti og samfélög séu rannsökuð, hvort sem rannsóknir eru unnar innan háskóla, rannsóknastofnana, ríkisstofnana eða fyrirtækja sé gætt að samráði hlutaðeigandi aðila til að koma í veg fyrir tvítekningu eða að upplýsingar nýtist ekki.

M2. Gott samstarf sé á milli aðila sem stunda rannsóknir vegna leiða til þess að aðlagast loftslagsbreytingum eða vinna að nýsköpun, gerð efnis eða tækni sem gagnast við skipulag eða framkvæmd aðlögunaraðgerða.

Þá segir í lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012, að ráðherra láti reglulega vinna vísindalegar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi. Samráðsvettvangurinn geti stutt við slíka vinnu með sínu starfi og stjórn samráðsvettvangsins skal eiga í góðu samtali við vísindanefnd um loftslagsbreytingar sem vinnur að ofangreindri skýrslu hverju sinni. Starf á vegum vettvangsins geti einnig nýst vinnu stjórnvalda við skipulag og ákvarðanatöku vegna aðlögunar þó svo að mótun aðlögunaraðgerða og ákvarðanir vegna þeirra fari fram á öðrum vettvangi.

Vettvangurinn skuli jafnframt undirbyggja vinnu Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar við samantekt gagna og upplýsinga frá fagstofnunum og öðrum samstarfsaðilum og miðlun þeirra til almennings og hagaðila m.a. með vefþjónustum, skýrslum og fræðslu.

Með samráðsvettvanginum sé einnig brugðist við greiningu Loftslagsráðs á vísindaráðgjöf á Íslandi með viðbrögð við loftslagsbreytingum í huga, Þekking í þágu loftslagsmála(2021), þar sem fram kemur að bæta þurfi samvinnu og skýra farvegi fyrir samskipti til að nýta þá sérþekkingu sem við búum að.

Gert er ráð fyrir að stjórn vettvangsins haldi reglulega fundi og taki ákvarðanir um starf á vegum hans.

Mælst er til þess að stjórnin:
· setji vettvangnum starfsáætlun fyrir árið 2023;
· skilgreini frekar hlutverk hans og stefnu byggt á skipunarbréfi;
· kynni vettvanginn fyrir öðrum sem vinna að þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga á Íslandi;
· og veiti þeim formlega aðild að starfsemi vettvangsins.

Stjórn vettvangsins er skipuð til eins árs með það að markmiði að skoða skipun hópsins til lengri tíma að ári liðnu.

 

Fyrsta stjórn samráðsvettvangsins er þannig skipuð:

Samkvæmt tilnefningu Veðurstofu Íslands
Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar, formaður,
Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Samstarfsnefndar háskólastigsins
Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor, aðalfulltrúi,
Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Stofnunar Sæmundar fróða
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður, aðalfulltrúi,
Ólafur Páll Jónsson, prófessor, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar
Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri, aðalfulltrúi,
Hlynur Bárðason, líffræðingur, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar Íslands
Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri, aðalfulltrúi,
Anna Sveinsdóttir, sviðsstjóri, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri, aðalfulltrúi,
Nicole Keller, teymisstjóri, varafulltrúi,

Samkvæmt tilnefningu Embættis landlæknis
Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri, aðalfulltrúi,
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri, varafulltrúi,


Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu verður tengiliður ráðuneytisins við stjórnina.


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum