Hoppa yfir valmynd

Framtíðarhúsnæði Tækniskólans - verkefnisstjórn

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verkefnisstjórn um framtíðarhúsnæði Tækniskólans, sbr. viljayfirlýsingu sem undirrituð var þann 7. júlí 2021 af mennta- og menningarmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og formanni stjórnar Tækniskólans.  Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er m.a. að leiða fram niðurstöðu um fjármögnun og eignarhald húsnæðis Tækniskólans. Verkefnisstjórnin skoði leiðir til fjármögnunar verkefnisins og hvernig eignarhaldi á framtíðarhúsnæði skólans verði háttað m.a. út frá rekstrarfyrirkomulagi á skólanum. Kostnaðaráætlanir skulu yfirfarnar og skal verkefnisstjórnin móta framtíðarsýn um verkefnið í samhengi við stefnu og áherslur mennta- og barnamálaráðuneytis í starfsmenntun á Íslandi. Verkefnisstjórnin skal hafa til hliðsjónar þá þarfagreiningu sem Tækniskólinn hefur þegar látið vinna.

Verkefnisstjórnin er þannig skipuð:

Ágúst Bjarni Garðarsson, án tilnefningar, formaður

Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, án tilnefningar

Egill Jónsson, tilnefndur af Tækniskólanum

Jón B. Stefánsson, tilnefndur af Tækniskólanum

Henný Gunnarsdóttir Hinz, tilnefnd af forsætisráðuneyti

Steinunn Sigvaldadóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti

Rósa Guðbjartsdóttir, tilnefnd af Hafnarfjarðarbæ.

 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira