Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um innleiðingu ákvæða tilskipunar Evrópusambandsins um kolefnisföngun og geymslu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skipaður 24. apríl 2020
Starfahópurinn hefur það hlutverk að vinna drög að frumvarpi um innleiðingu ákvæða tilskipunar 2009/31/EB um kolefnisföngun og geymslu. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög árið 2015 með breytingu á lögum um loftslagsmál en innleiðingin fól í sér að kolefnisföngun og geymsla í skilningi tilskipunarinnar var bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Tekið er fram í ákvæði til bráðabirgða með lögunum að endurskoða skyldi ákvæði um bann við niðurdælingu og geymslu CO2 eigi síðar en árið 2020.

Stjórnvöld undirrituðu síðastliðið sumar viljayfirlýsingu ásamt fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur og þeirra stóriðjufyrirtækja á Íslandi sem falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS). Samkvæmt yfirlýsingunni verður kannað til hlítar hvort CarbFix aðferð Orkuveitu Reykjavíkur geti orðið raunhæfur kostur, bæði tæknilega og fjárhagslega til þess að draga úr losun CO2 frá stóriðju á Íslandi. Vinna starfshópsins felst í gerð frumvarps sem er ætlað að tryggja að niðurdæling CO2 með CarbFix aðferð Orkuveitu Reykjavíkur falli að reglum tilskipunar 2009/31/EB og komi til frádráttar losun CO2 í ETS kerfinu líkt og reglur ETS kerfisins gera ráð fyrir.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi eigi síðar en 1. ágúst 2020. 

Án tilnefningar
Helga Jónsdóttir, formaður,
Íris Bjargmundsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Orkuveitu Reykjavíkur
Íris Lind Sæmundsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar
Hera Guðlaugsdóttir
Helga Rut Arnardóttir


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira