Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um endurskoðun á reglum vegna endurgreiðslna námslána í tengslum við kjaraviðræður á opinberum markaði

Forsætisráðuneytið

Í kjölfar samráðsfunda stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga þar sem m.a. var rætt um menntamál og hag launþega að námi loknu hefur forsætisráðherra, í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, ákveðið að skipa starfshóp um reglur vegna endurgreiðslna námslána. Aðilar vinnumarkaðarins bentu á að lántakar greiddu um 4% af launum sínum í afborganir af námslánum á ári eða sem samsvaraði u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Þessi byrði hefur reynst þung fyrir ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið og hasla sér völl á vinnumarkaði.

Starfshópurinn skal yfirfara reglur vegna endurgreiðslna námslána. Hópurinn skal taka til athugunar samspil endurgreiðslu námslána annars vegar og barnabóta, annarra bóta og skatta hins vegar.

Starfshópurinn skal raða aðgerðum í forgangsröð og setja fram tillögu að tímaáætlun.

Starfshópinn skipa:

  • Haraldur Guðni Eiðsson, formaður.
  • Agnes Guðjónsdóttir, lögfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
  • Georg Brynjarsson, hagfræðingur hjá Bandalagi háskólamanna.
  • Lilja K. Sæmundsdóttir, formaður félags hársnyrtisveina.
  • Steingrímur Ari Arason, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira