Hoppa yfir valmynd

Verkefnisstjórn aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skipuð 13. mars 2018
Verkefnisstjórninni er ætlað að vinna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við ákvæði um slíkt í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Gert er ráð fyrir að verkefnisstjórnin geti byggt að hluta á vinnu í tíð fyrri ríkisstjórnar um aðgerðaáætlun, auk skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2017. Einnig er heimild til að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð við einstaka þætti vinnunnar ef þörf er talin á.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á einkum að taka til helstu aðgerða sem hægt er að grípa til í því skyni að draga úr losun og auka kolefnisbindingu úr andrúmslofti til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og áform um kolefnishlutleysi 2040. Þar er meðal annars rétt að skoða hagræn stjórntæki og möguleika til að draga úr kolefnisspori í ríkiskerfinu.

Frá upphafi vinnu við aðgerðaáætlun hefur verið lögð áhersla á samráð við hagsmunaaðila og byggir vinna við að uppfæra aðgerðaáætlun á því samráði sem fram hefur farið.  Jafnframt er gert ráð fyrir því að samráð verði innbyggt í einstakar aðgerðir og verkefni, þar sem það á við. 

Fyrsta útgáfa aðgerðaáætlunar var birt í september 2018 og fljótlega hófst vinna við að útfæra enn frekar þær aðgerðir sem þar eru settar fram og leggja betra mat á mögulegan árangur aðgerðanna, m.a. í ljósi skuldbindinga Íslands skv. Parísarsamningum og Evrópureglna. Ráðgert er að uppfærð útgáfa verði birt í lok nóvember 2019.  

Án tilnefningar

Hugi Ólafsson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Elísabet Anna Jónsdóttir

Samkvæmt tilnefningu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Erla Sigríður Gestdóttir

Samkvæmt tilnefningu mennta- og menningarmálaráðherra
Guðni Olgeirsson

Samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðuneytis
Ólafur Heiðar Helgason

Samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis
Unnur Brá Konráðsdóttir

Samkvæmt tilnefningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis
Ásta Þorleifsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Eygerður Margrétardóttir

Starfsmaður verkefnisstjórnarinnar er Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra situr fundi verkefnisstjórnarinnar.


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira