Hoppa yfir valmynd

Einkarekin sérúrræði á grunnskólastigi, starfshópur um ramma starfsemi

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starfshópnum er ætlað að skoða lög um grunnskóla, reglugerð um stuðning við nemendur með sérþarfir, drög að reglugerð um sjálfstætt rekna grunnskóla og skýrslu starfshóps frá febrúar 2016 um löggjöf um sjálfstætt rekna grunnskóla og tillögur um lagabreytingar. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili til ráðuneytisins áliti í formi greinargerðar þar sem lagt er mat á þörf á laga- og/eða reglugerðabreytingum til að skýra betur heimild til útvistunar á skólaþjónustu nemenda með sérþarfir. Skipunartímabil starfshópsins er frá 15. mars 2018 til 1. september 2018.

 

Starfshópurinn er þannig skipaður: 

 

Elísabet Pétursdóttir, formaður, án tilnefningar,

Guðni Olgeirsson, án tilnefningar,

Hrund Logadóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,

Katrín Friðriksdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,

Tryggvi Þórhallsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum