Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um endurskoðun húsnæðisstuðnings við leigjendur

Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp um endurskoðun húsnæðisstuðnings við leigjendur.

Hlutverk starfshópsins er að móta tillögur um hvernig sameina megi húsnæðisstuðning við leigjendur í formi húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í eitt stuðningskerfi á vegum ríkisins með það að markmiði að tryggja jafnræði og einfalda stuðningskerfið fyrir leigjendur. Vinna starfshópsins er liður í stuðningi stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, dags. 12. desember 2022, til að styðja við markmið samninganna um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks með áherslu á húsnæðismál.

Við útfærslu tillagna starfshópsins er lagt til grundvallar að byggt verði á niðurstöðu starfshóps um húsnæðisstuðning, í desember 2022, þar sem horft er til þess að við sameiningu kerfanna verði markmiðið að húsnæðiskostnaður tekjulægri heimila á leigumarkaði sé ekki íþyngjandi. Enn fremur verði sérstaklega litið til áhrifa á félagslega viðkvæma hópa, barnafjölskyldur og heimili með þunga framfærslubyrði. 

Þá er starfshópnum falið að leggja heildrænt mat á áhrif sameiningarinnar á einstaka félagshópa og samspil við annan húsnæðisstuðning við leigjendur eftir því sem unnt er. 

Starfshópurinn skal skila ráðherra skýrslu með tillögum sínum fyrir 1. október 2023.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Lísa Margrét Sigurðardóttir, án tilnefningar, formaður,
Róbert Farestveit, tiln. af Alþýðusambandi Íslands,
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, tiln. af BSRB, Bandalagi háskólamanna og Kennarasambandi Íslands,
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tiln. af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu,
Anna Borgþórsdóttir Olsen, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneytinu,
Henný Hinz, tiln. af forsætisráðuneytinu,
Drengur Óla Þorsteinsson, tiln. af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,
Rebekka Valsdóttir, tiln. af innviðaráðuneytinu,
Ása A. Kristjánsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Páll Ásgeir Guðmundsson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins.

 
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum