Hoppa yfir valmynd

Svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Vestfirði

Innviðaráðuneytið

Skipað 13. janúar 2022.

Svæðisráðið hefur það hlutverk að vinna að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði sbr. lög um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018.

Fulltrúar í svæðisráði bera ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags og starfa í umboði ráðherra og starfa á grundvelli fyrrgreindra laga og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra.

Skipulagsstofnun er svæðisráði til ráðgjafar og annast gerð strandsvæðisskipulagsins í umboði þess og þá málsmeðferð sem lögin kveða á um. Stofnunin leggur svæðisráði til aðstöðu og starfsmann vegna funda ráðsins.

Samkvæmt lögum þeim ber fagstofnunum og vatnasvæðisnefndum, skv. lögum um stjórn vatnamála, að leggja fram gögn vegna vinnu svæðisráða auk þess sem samráðshópur sem ráðherra skipar skal vera svæðisráði til ráðgjafar og samráðs við undirbúning og gerð strandsvæðisskipulags.

Þegar strandsvæðisskipulag fyrir Vestfirði hefur tekið gildi gildir skipan svæðisráðsins þar til að loknum alþingiskosningum.

Svæðisráðið er þannig skipað:

  • Magnús Jóhannesson, formaður, skipaður án tilnefningar,
  • Eggert Ólafsson, lögfræðingur, varafulltrúi, skipaður án tilnefningar.

Aðalfulltrúar tilnefndir af aðliggjandi sveitarfélögum:

  • Þorgeir Pálsson, Strandabyggð,
  • Lilja Magnúsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi frá Tálknafjarðarhreppi,
  • Guðfinna M. Hreiðarsdóttir frá Bolungavíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi.

Varafulltrúar tilnefndir af aðliggjandi sveitarfélögum:

  • Hafdís Sturlaugsdóttir, landnýtingarfræðingur frá Strandabyggð,
  • Jón Árnason, bæjarfulltrúi frá Tálknafjarðarhreppi,
  • Samúel Kristjánsson, sveitarstjórnarfulltrúi frá Bolungavíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og  Súðavíkurhreppi.

Fulltrúar innviðaráðuneytisins:

  • Ásta Þorleifsdóttir, sérfræðingur, aðalfulltrúi,
  • Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur, varafulltrúi.

Fulltrúar af matvælaráðuneytisins:

  • Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur, aðalfulltrúi,
  • Hjalti Jón Guðmundsson, sérfræðingur, varafulltrúi.

Fulltrúar umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins:

  • Erla Sigríður Gestsdóttir, verkfræðingur, aðalfulltrúi,
  • Hreinn Hrafnkelsson, viðskiptafræðingur, varafulltrúi.

Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga:

  • Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri, aðalfulltrúi,
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti Reykhólahrepps, varafulltrúi
Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum