Hoppa yfir valmynd

Áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru

Matvælaráðuneytið

Í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru er mælt fyrir um áhættumatsnefnd. Hlutverk nefndarinnar er að veita og hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru. Áhættumat nefndarinnar skal nota til að stuðla að bættri áhættustjórnun og auðvelda og styðja við ákvarðanir lögbærra yfirvalda í framangreindum málaflokkum, sérstaklega með tilliti til innflutnings matvæla. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar nefndina til fimm ára í senn.

Í nefndinni eiga sæti:

  •     Asta Heiðrún Pétursdóttir, formaður, tilnefnd af Matís
  •     Charlotta Oddsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði
  •     Jóhannes Sveinbjörnsson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands
  •     Kamilla S. Jósefsdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis
  •     Rafn Benediktsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, heilbrigðisvísindasviði
  •     Þórhallur Ingi Halldórsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, næringarfræðideild
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum