Hoppa yfir valmynd

Starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun við beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu

Heilbrigðisráðuneytið

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að skoðuð verði beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Embætti landlæknis skilaði heilbrigðisráðherra aðgerðaráætlun í 14 liðum sem í framhaldinu var kynnt ríkisstjórn á fundi hennar í maí síðastliðnum.

Í aðgerðaráætluninni eru tillögur um eftirfarandi:

 1. Hærri álögur á óhollustu – lægri álögur á hollustu
 2. Landskönnun á mataræði og regluleg vöktun áhrifaþátta heilbrigðis
 3. Efling heilsugæslunnar með heilsueflandi móttökum
 4. Heilsueflandi samfélög og skólar
 5. Heilsueflandi vinnustaðir
 6. Samnorræna matvælamerkið Skráargatið
 7. Hollara matarframboð í íþróttamannvirkjum
 8. Fylgja eftir takmörkun á auglýsingum sem beint er til barna
 9. Hvatning til matvælaframleiðenda um framleiðslu á hollari matvörum
 10. Framboð og uppröðun í verslunum og eftirlit með því
 11. Eftirfylgd með merkingum vara sem innihalda azo-litarefni sem selt er í lausu
 12. Aukin heilbrigðisfræðsla á öllum skólastigum
 13. Lög um matarframboð á leikskólum
 14. Opinber innkaup í samræmi við ráðleggingar.

Starfshópinn skipa

 • Tryggvi Þorgeirsson, án tilnefningar, formaður
 • Anna Sigríður Ólafsdóttir, án tilnefningar
 • Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, tiln. af Embætti landlæknis
 • Hafþór Einarsson, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
 • Linda Garðarsdóttir, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
 • Elín Ragnheiður Guðnadóttir, tiln. af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Starfsmaður hópsins er Ingibjörg Björnsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Starfshópurinn skal skila heilbrigðisráðherra útfærslum að innleiðingu þeirra aðgerða sem lagðar eru fram í aðgerðaráætluninni.

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 2. mars 2020. Gert er ráð fyrir að hópurinn ljúki störfum fyrir 1. júlí 2020.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira