Hoppa yfir valmynd

Nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga

Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra ákvað, í samræmi við niðurstöðu fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði þann 19. janúar 2018, að skipa nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga.

Verkefni nefndarinnar eru að skoða aðferðafræði um launatölfræði á Íslandi, alþjóðlega launatölfræði og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, þarfir vinnumarkaðarins á þessu sviði og hugmyndir um stofnun launatölfræðinefndar að erlendri fyrirmynd. Nefndin getur leitað sér erlendrar ráðgjafar í störfum sínum. 

Eftirtaldir skipa nefndina:

 • Lárus Blöndal, fulltrúi forsætisráðuneytisins, formaður nefndarinnar.
 • Pétur Jónasson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
 • Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisins.
 • Benedikt Valsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 • Hrafnhildur Arnkelsdóttir, fulltrúi Hagstofu Íslands.
 • Rannveig Sigurðardóttir, fulltrúi Seðlabanka Íslands.
 • Emma Björg Eyjólfsdóttir, fulltrúi ríkissáttasemjara.
 • Henný Hinz, fulltrúi Alþýðusambands Íslands.
 • Helga Jónsdóttir, fulltrúi BSRB.
 • Georg Brynjarsson, fulltrúi Bandalags háskólamanna.
 • Oddur S. Jakobsson, fulltrúi Kennarasambands Íslands.
 • Ólafur Garðar Halldórsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins.

Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum fyrir lok árs 2018.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira