Hoppa yfir valmynd

Samstarfshópur ráðuneyta um undirbúning aðildarríkjaþings loftslagssamnings S.þ.

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipaður 4. júní 2021.
Samstarfshópnum er falið það hlutverk að undirbúa þátttöku Íslands fyrir aðildaríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP). Boðað hefur verið til næsta fundar (COP 26) í Glasgow 1.- 12. nóvember 2021.

Hlutverk samráðshópsins verður m.a. að ræða eftirfarandi þætti:

  • Þátttöku fyrir hönd Íslands á fundinum
  • Undirbúning varðandi einstaka dagskrárliði fundarins
  • Meta tækifæri til að halda hliðarviðburði og eftir atvikum setja fram tillögu um efnistök á slíkum viðburðum
  • Leggja mat á það hver sé þörf á hagsmunagæslu Ísland í loftslagsmálum og hvaða skilaboð Ísland vill setja fram á vettvangi þingsins

Í störfum sínum hafi hópurinn m.a. til hliðsjónar stöðu loftslagsmála hér á landi og skilaboð Íslands í loftslagsmálum á erlendum vettvangi, bæði á tvíhliða fundum við erlend ríki sem og alþjóðlegum fundum. Hópurinn kalli til sín aðila úr öðrum ráðuneytum, atvinnulífinu, félagasamtökum eftir því sem þörf er á.

Án tilnefningar
Helga Barðadóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis
Henný Hinz, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar

Samkvæmt tilnefningu utanríkisráðuneytis
Jón Erlingur Jónasson, skrifstofustjóri


Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira